Heitustu eldhústrendin þessi dægrin

Dreymir þig um nýtt eldhús? Fáðu innblástur í hvað er ...
Dreymir þig um nýtt eldhús? Fáðu innblástur í hvað er að trenda í eldhúsum í dag. mbl.is/Invita

Það er mikilvægt (fyrir suma) að vera með puttann á púlsinum hvað sé nýtt og spennandi að gerast í tískustraumum hvað eldhús varðar. Litaðir tónar, aukið vinnupláss, sjálfbærni eða jafnvel nostalgía – hvað er að trenda í dag? Við höfum tekið saman eldhústrend frá nokkrum eldhúsframleiðendum hér fyrir neðan sem þú þarft að vita af.

Vertu óhrædd/ur við að setja lit á sjálfa eldhúsinnréttinguna. Það ...
Vertu óhrædd/ur við að setja lit á sjálfa eldhúsinnréttinguna. Það skapar persónuleika og eykur kontrastinn sem þú nærð ekki svo vel með hvítum innréttingum. mbl.is/Multiform
Línóleum er náttúrulegt efni sem hefur verið notað í áraraðir ...
Línóleum er náttúrulegt efni sem hefur verið notað í áraraðir á borðplötur og gólf. Eldhúsframleiðandinn JKE hefur nú þróað eldhús framleitt úr línóleum sem er slitsterkt, með mjúkri áferð og auðvelt að þrífa. mbl.is/JKE
HTH eru óhræddir við að blanda saman litum og áferðum, ...
HTH eru óhræddir við að blanda saman litum og áferðum, hér með grænlakkaða eik í eldhúseyjunni, hvíta borðplötu og eikarinnréttingu á móti. mbl.is/HTH
Matt og svart er hámóðins þessa dagana. Þetta fallega eldhús ...
Matt og svart er hámóðins þessa dagana. Þetta fallega eldhús er frá framleiðandanum KVIK og er með silkimjúka áferð. mbl.is/Kvik
Boffi er með puttann á því sem koma skal í ...
Boffi er með puttann á því sem koma skal í framtíðinni. Hér eru eldhúseiningar sem má raða saman eftir þörfum – draga út og færa til, allt eftir því hvað hentar þér. mbl.is/Boffi
Innblásið frá stóreldhúsum eru nú fáanlegar nútímalegar kælieiningar sem þú ...
Innblásið frá stóreldhúsum eru nú fáanlegar nútímalegar kælieiningar sem þú raðar saman eftir eigin þörfum. mbl.is/Abimis
Það er mikið rætt um hvernig við getum verið meira ...
Það er mikið rætt um hvernig við getum verið meira praktísk í framtíðinni og hvernig við nýtum plássið í kringum okkur. Fyrirtækið Aran Cucine er með flott lausn af eldhúseyju sem þú dregur einfaldlega út og ert þar að leiðandi komin með fullbúið eldhús. mbl.is/Arann Cucine
Hér er unnið eftir bestu gæðum og hugsað um náttúrulega ...
Hér er unnið eftir bestu gæðum og hugsað um náttúrulega eiginlega efnisviðsins. Framleiðandinn 1920 Riva er hér með nútímalegt eldhús með nostalgíu. mbl.is/1920 Riva
mbl.is