Brynjar býr til besta plokkfiskinn

Brynjar Sigurdórsson kokkar ofan í gesti og gangandi á Svanga …
Brynjar Sigurdórsson kokkar ofan í gesti og gangandi á Svanga Manga en á sama bás má finna bruggbarinn Beljanda. Ásdís Ásgeirsdóttir

Brynjar Sigurdórsson kokkar ofan í gesti og gangandi á Svanga Manga en á sama bás má finna bruggbarinn Beljanda.

„Hér er klassískur íslenskur heimilismatur. Það nenna ekki allir í skyndibitann. Plokkfiskur í tartalettu er alltaf vinsælt og eins kótilettur þegar þær eru.“

Plokkfiskur í tartalettum

  • ½ laukur, smátt saxaður
  • 50 gr. smjör
  • ½ -1 dl hveiti
  • 500 gr. kartöflur, soðnar
  • 500 gr. þorskur eða ýsa, soðin(n)
  • ca 4 dl mjólk
  • rifinn ostur
  • salt
  • pipar

Sjóðið kartöflur og flysjið. Sjóðið vatn í stórum potti og bætið salti og svörtum pipar út í þegar suðan kemur upp. Þá er fisknum bætt út í vatnið, lok sett yfir og potturinn tekinn af hellunni. Veiðið fiskinn upp úr eftir 5-6 mínútur. Setjið smjör og lauk í pott og látið malla í smástund. Saltið og piprið. Hrærið hveiti saman við og þynnið með mjólk. Þegar jafningurinn er hæfilega þykkur er fisk og kartöflum bætt út í og hrært lauslega saman. Kryddið með salti og vel af hvítum pipar.

Setjið í tartalettur og stráið rifnum osti yfir. Hitið í ofni þar til osturinn er bráðinn. Berið fram með súrum gúrkum.

Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert