Veitingastaðurinn Nostra lokar

mbl.is/Facebook

Þau sorgartíðindi berast úr veitingageiranum að veitingastaðurinn Nostra hafi afgreitt sína síðustu máltíð.

Nostra hefur frá opnun getið sér gott orð fyrir góðan mat og háleit markmið en upphaflega planið var að fá fyrstu íslensku Michelin-stjörnuna. Nostra er nú á lista Michelin yfir staði sem þeir mæla með hér á landi og er því ljóst að matarsenan hér á landi verður fátækari við brotthvarf þeirra.

mbl.is/Facebook
mbl.is