Kim Kardashian tekur skyndibitastað til bæna

Kim Kardashian West.
Kim Kardashian West. mbl.is/AFP

Almáttug er reiði Kim Kardashian eins og skyndibitakeðjan Jack in the Box fékk að reyna. Hvað gerðist veit enginn nákvæmlega en Kim sendi þeim afar skýr skilaboð á Twitter þar sem hún sagðist ekki ætla að fjalla nákvæmlega um hvað gerðist en hins vegar væri eins gott að haft yrði samband við hana út af ákveðnu máli. Strax.

Svona nokkurn veginn hlómaði twitterfærsla Kardashian og varð bandaríska þjóðin nánast samstundis útúrtaugaveikluð af spenningi og riðaði Twitter nánast til falls þar sem menn kepptust við að giska á hvað hefði gerst.

Keppinautar Jack in the Box skiptust á að grínast með þetta en skömmu síðar tísti Kardashian um að búið væri að hafa samband við hana og málið væri leyst og skömmu síðar kom þriðja tístið þar sem hún þakkaði fyrirtækinu fyrir snögg viðbrögð og fagmennsku.

Málið er allt hið dularfyllsta en ljóst er að reiði Kim Kardashian er ekki neitt sem venjuleg skyndibitakeðja vill vakna upp við.

Fyrsta tístið gaf til kynna að Kardashian væri ekki sátt.
Fyrsta tístið gaf til kynna að Kardashian væri ekki sátt. mbl.is/skjáskot
Annað tístið innihélt hrós.
Annað tístið innihélt hrós. mbl.is/skjáskot
Í þriðja tístinu tiltók Kardashain sérstaklega að málið tengdist ekki …
Í þriðja tístinu tiltók Kardashain sérstaklega að málið tengdist ekki rangri afgreiðslu á pöntun heldur varðaði það alla viðskiptavini tiltekins útibús. mbl.is/skjáskot
Jack in the Box þakkaði Kardashian kærlega fyrir.
Jack in the Box þakkaði Kardashian kærlega fyrir. mbl.is/skjáskot
Samkeppnisaðilar Jack in the Box léku á alls oddi.
Samkeppnisaðilar Jack in the Box léku á alls oddi. mbl.is/skjáskot
AFP
mbl.is