Auglýsa slæma Trip Advisor umsögn

Veitingastaðurinn Bazilika fer óhefðbundnar leiðir í markaðssetningu.
Veitingastaðurinn Bazilika fer óhefðbundnar leiðir í markaðssetningu. mbl.is

Veitingastaðir nota mismunandi aðferðir til að vekja athygli á sér en þessi aðferð er með þeim betri og veitingastaðinn er að finna í hjarta Reykjavíkur.

Við erum að tala um veitingastaðinn Bazilika í Austurstræti en á útiskiltinu þeirra er viðskiptavinum þeirra boðið að koma inn og smakka verstu pítsu veraldar að mati eins óánægðs viðskiptavinar. 

Það verður að segjast eins og er að þetta er algjör snilld og við stórefumst um að þetta séu slæmar pítsur. Hins vegar geta viðskiptavinir verið viðskotaillir í umsögnum á vefsíðum eins og Trip Advisor. Sumir eru óánægðir á meðan enn aðrir hóta slæmri umsögn fái þeir ekki allt sem þeir vija. Þetta er algengt vandamál og þegar hræðilegir dómar koma inn er það alla jafna mikið áfall fyrir veitingastaðinn. Við klöppum því fyrir Baziliku sem snéri þessu upp í góða markaðssetningu því hvað er annað hægt að gera?

Það er fátt annað í stöðunni þegar reiður viðskiptavinur fer …
Það er fátt annað í stöðunni þegar reiður viðskiptavinur fer ófögrum orðum um pítsurnar. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert