Segir mittið mataræðinu að þakka

Kim Kardashian þakkar vegan fæðu fyrir mjótt mittismál.
Kim Kardashian þakkar vegan fæðu fyrir mjótt mittismál. mbl.is/Angela Weiss

Eins ástsælasta samfélagsmiðlastjarna heims sem allir elska að tala um, sást nú á dögunum með mittisstærð á við lítinn krakka. Við erum að tala um hina einu sönnu Kim Kardashian.

Kim sagði í viðtali fyrir um ári síðan að mittismál hennar væri ekki nema 24 tommur eða um 60 cm og eins og greinilega má sjá á meðfylgjandi myndum gæti það verið nú enn minna.

Vinkona Kim Kardashian var á spjalli við hana nú á dögunum og tók upp samtal þeirra á milli þar sem hún spyr hvernig það sé möguleiki á að vera með svona mjótt mitti og hvort hún hafi fjarlægt rifbein til að líta svona út. En gyðjan hlær að þessum athugasemdum og vinkona hennar heldur áfram að pressa á hana -  spyr aftur hvort hún hafi fjarlægt rifbein. En þá svarar Kim, og segist þakka vegan mataræði fyrir útlit sitt í dag, vegan fæða er greinilega að hjálpa til við útlitið.

Eins frábært og vegan matræði er í alla staði þá er ekki hægt að þakka því örsmátt mitti enda viðurkenndi Kim frá því skömmu síðar að mittið hefði verið reyrt niður eftir kúnstarinnar reglum og að hún hefði aldrei upplifað annan eins sársauka. Vegan mataræðið er því hér með sýknað af þeirri ásökun að vera mittismjókkandi enda slíkt fæði ekki til.

Eins og sjá má er gyðjan ekki stór um sig …
Eins og sjá má er gyðjan ekki stór um sig miðja. mbl.is/Taylor Hill / Getty Images
mbl.is/Instagram
mbl.is