Aldrei upplifað eins mikinn sársauka

Kim Kardashian ásamt eiginmanni sínum Kanye West. Hún vakti mikla …
Kim Kardashian ásamt eiginmanni sínum Kanye West. Hún vakti mikla athygli fyrir hversu þröngur kjóll hennar var á Met Gala-viðburðinum í vor. mbl.is/AFP

Kim Kardashian vakti mikla athygli á Met Gala-viðburðinum í maí fyrir kjólinn sem hún klæddist. Var það ekki bara hönnun Thierry Mugler sem fékk alla til að horfa heldur afar mjótt mitti stjörnunnar. Nú hefur Kardashian sjálf sagt hversu ótrúlegur sársauki fylgdi því að klæðast þröngu lífstykki undir kjólnum.  

Það ætti enginn að horfa á mitti Kardashian í kjólnum sem eitthvað viðmið um hvernig mittislínan á að vera. Kardashian opnaði sig um upplifunina af kjólnum í viðtali við WSJ. að því fram kemur á Harper's Bazaar. 

Mitti Kim Kardashian virtist aldrei hafa verið minni í kjólnum.
Mitti Kim Kardashian virtist aldrei hafa verið minni í kjólnum. mbl.is/AFP

„Ég hef aldrei upplifað annan eins sársauka í lífi mínu,“ sagði Kardashian um kjólinn fræga en ekki má gleyma því að stjarnan hefur fætt tvö börn. Það var ekki bara óþægilegt að vera í kjólnum heldur sá á stjörnunni þegar hún fór úr lífstykkinu. 

Einhverjir héldu því fram að Kardashian hefði látið fjarlægja rifbein en stjarnan er þekkt fyrir að skarta ónáttúrulegu útlit. Hún segir það þó algjöra vitleysu og segist ekki vita hvort það sé hægt yfir höfuð. Kardashian fékk auðvitað sinn skerf af gagnrýni fyrir að auglýsa óeðlilega líkamsímynd. Þjálfari hennar vildi þó meina að Kardashian væri bara dugleg í ræktinni sex sinnum í viku.

Í myndskeiði sem Vogue birti á Youtube má sjá hversu …
Í myndskeiði sem Vogue birti á Youtube má sjá hversu ótrúlega þröngt lífstykkið var. skjáskot/Youtube

Jú, Kardashian var kannski dugleg í ræktinni og borðaði allt grænmetið sitt en mittið hefði ekki litið svona út án lífstykkisins. Það þurfti nokkra til til þess að reyra lífstykkið almennilega eins sést á myndskeiði sem Vogue birti á Youtube. Sagði Kardashian í myndbandinu að það væri ólíklegt að hún ætti eftir að geta sest niður í múnderingunni. 

mbl.is