Fimm matvæli sem eiga alls ekki að fara í örbylgjuofn

Það eru ekki öll matvæli sem þola að fara inn …
Það eru ekki öll matvæli sem þola að fara inn í örbylgjuofninn eins og t.d. brjóstamólk og kartöflur. mbl.is/iStock

Það er svo þægilegt og einfalt að henda öllu inn í örbylgjuofninn og láta hann vinna fyrir okkur. En ekki er allt sem á erindi þar inn og því vert að hafa þessi matvæli í huga næst þegar við ætlum að „stytta“ okkur leið.

Brokkolí hefur eflaust fengið marga snúninga í örbylgjuofninum hjá okkur flestum. En málið er að þessi litlu grænu tré eru stútfull af næringarefnum sem missa „kraft“ sinn þegar þau hitna of mikið. Þess vegna er best að gufusjóða brokkolí eða borða það hrátt.

Brjóstamjólk á helst ekki að fara í örbylgjuofninn. Hún hitnar ekki jafnt upp og getur orðið brennandi heit á einum stað en hálfköld á hinum. Og við viljum alls ekki að litlu krílin okkar brenni sig.

Forðastu að setja kartöfluafganga í örbylgjuna. Ef þú lætur kartöflurnar frá kvöldmatnum kólna alveg áður en þú setur þær inn í ísskáp eru meiri líkur á því að bakteríur byrji að grassera ef þú hitar þær upp í örbylgju og þessar bakteríur geta valdið matareitrun.

Það er eflaust ekki það fyrsta sem þér dettur í hug að setja ávexti í örbylgjuofn. Láttu það líka alveg eiga sig því hitinn mun gera það að verkum að ávöxturinn nær ekki að losa sig við rakann sem þýðir að hann brennur og springur inni í ofninum. Þá tekur ekkert við nema þrif og því nennum við ekki.

Ekki nota örbylguna til að hita vatn í bolla. Vatnið getur byrjað að sjóða eftir að þú tekur bollann úr ofninum og þá er hætta á að þú brennir þig. Best er að hita vatn í potti eða katli.

Ávextir springa í örbylgjuofni og subba bara ofninn út.
Ávextir springa í örbylgjuofni og subba bara ofninn út. mbl.is/iStock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert