Sumarið í pakkaskreytingu

Það er gaman að fara með fallega skreyttan pakka í …
Það er gaman að fara með fallega skreyttan pakka í veislu. mbl.is/Frida Ramstedt, Trendenser.se

Það fer ekkert á milli mála að sumarið er tíminn fyrir brúðkaup og aðrar stórveislur. Ekkert er skemmtilegra en að mæta með fallega skreyttan pakka á borðið til að gleðja gestgjafann. Hér má sjá lítil pappablóm, fiðrildi eða jafnvel blómkálshaus - fer eftir því hvernig á þetta er litið og  gera pakkann heldur betur sumarlegan.

Best er að notast við crepe-pappír, en það má annars nota hvernig pappír sem er í þetta verk.

Leggið pappírinn saman og klippið út sem blómablöð - jafnvel í ýmsum stærðum. Leggið því næst blöðin saman og setjið band um miðjuna. Skreytið svo pakkann að vild!

Einföld lausn en sumarleg!
Einföld lausn en sumarleg! mbl.is/Frida Ramstedt, Trendenser.se
mbl.is