Fjórar forkunnarfagrar borðstofur

Ljóst og lekkert ber titilinn hér.
Ljóst og lekkert ber titilinn hér. mbl.is/Gubi

Ætli borðstofan sé ekki eitt af mest notuðu rýmum heimilisins á eftir eldhúsinu? Þar sem fjölskyldan safnast saman á hverju kvöldi, ef ekki er um eldhúskrók að ræða í húsinu.

Við borðstofuborðið myndast oft frábær stemning með góðum vinum, og matur sem flæðir eftir endilöngu borðinu. Þetta er staðurinn þar sem gestir sitja hvað lengst fram eftir kvöldi yfir mat og drykk.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig húsgagnaframleiðandinn GUBI nær að fanga stemninguna með fjórum ólíkum borðstofum. Takið eftir hvað vörurnar þeirra eru mjúkar yfirlitum og litasamsetningarnar dásamlegar.

Dökkt eldhúsrými getur líka verið hlýlegt.
Dökkt eldhúsrými getur líka verið hlýlegt. mbl.is/Gubi
Þegar fagurfræðin heilsast í hverju smáatriði.
Þegar fagurfræðin heilsast í hverju smáatriði. mbl.is/Gubi
mbl.is/Gubi
mbl.is