Eva Solo stal senunni á Formex með nýtt í eldhúsið

Fallegar krukkur frá Eva Solo voru kynnt nú á dögunum …
Fallegar krukkur frá Eva Solo voru kynnt nú á dögunum á Formex sýningunni í Stokkhólmi - og vöktu heilmikla athygli. mbl.is/Eva Solo

Formex vörusýningin sem haldin er árlega í Stokkhólmi, fór fram nú á dögunum í troðfullum sýningarhöllum og með óteljandi nýjungunum sem munu rata í verslanir innan skamms.

Fyrirtækið Eva Solo hefur lengi verið þekkt fyrir stílhreina og smekklega hönnun í eldhúsvörum og þar er ekkert lát undan. Eva Solo kynnti glerílát með trétappa sem fastur er í leðurbandi við ílátið sjálft – og því fer tappinn ekkert á flug.

Eitt af þemum Formex sýningarinnar var „It matters“, þar sem fókus var settur á endurvinnslu og endingu. Ílátið frá Evu Solo er gott dæmi um það og vakti heilmikla athygli.

Falleg matarílát með leðurbandi sem heldur trélokinu á sínum stað.
Falleg matarílát með leðurbandi sem heldur trélokinu á sínum stað. mbl.is/Eva Solo
mbl.is