Heimsfrægt hönnunarteymi hakkar IKEA

mbl.is/REFORM

Danski framleiðandinn REFORM sérhæfir sig í að gera framhliðar, höldur og bekki á hið klassíska IKEA method-eldhús sem hefur mælst einstaklega vel fyrir hjá þeim sem vilja lita aðeins út fyrir kassann án þess að yfirgefa sænska öryggið.

IKEA stendur nefnilega alltaf fyrir sínu og það er fátt skemmtilegra en að breyta aðeins til, vitandi að grunnurinn er góður og breytist seint.

REFORM hefur verið duglegt að fá ýmsa hönnuði til liðs við sig og nú síðast var það belgíska hönnunarteymið Muller van Severen sem hannaði línuna match.

Þar leika þau sér með liti og plast en allar hurðirnar eru úr sama plastefni og notað er í hefðbundin skurðarbretti. Síðan para þau plastið saman við messing og marmara og útkoman er geggjuð.

Hægt er að skoða fleiri myndir og heimsækja heimasíðu REFORM hér.

mbl.is/REFORM
mbl.is/REFORM
mbl.is/REFORM
mbl.is/REFORM
mbl.is/REFORM
mbl.is/REFORM
mbl.is/REFORM
mbl.is/REFORM
mbl.is/REFORM
mbl.is/REFORM
mbl.is/REFORM
mbl.is/REFORM
mbl.is