Besti blettaeyðirinn á barnaflíkur

Það er mikilvægt að spreyja hreinsiefni fyrst í tuskuna.
Það er mikilvægt að spreyja hreinsiefni fyrst í tuskuna. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er fátt leiðinlegra en að fá bletti í föt og þetta er nokkuð sem allir foreldrar kannast við. Matarvefnum barst ábending um að það sé fátt öflugra á bletti en að úða blöndu af Fairy-uppþvottalegi og vatni beint á blettinn áður en flíkin er sett í þvottavél.

Trixið sé að blanda uppþvottaleginum í úðabrúsa með vatni og skulu hlutföllin vera 50/50. Aðalatriðið sé að nota græna uppþvottalöginn - ekkert annað komi í hans stað.

Síðan sé bara að úða á flíkina fljótlega eftir að bletturinn kemur og hann hverfi úr flíkinni í þvotti. Við seljum þetta ekki dýrar en við keyptum en þetta ku virka.

Blettir geta verið erfiðir viðfangs.
Blettir geta verið erfiðir viðfangs.
mbl.is