Dásamleg ostakaka með bláberjum

mbl.is/Colourbox

Megum við bjóða ykkur ostaköku sem fær munnvatnið til að leka. Þessi er alveg dásamlega bragðgóð og mun vekja ómælda lukku hjá öllum sem smakka.

Dásamleg ostakaka með bláberjum

Botn:

  • 50 g Digestive-kex
  • 125 g smjör

Ostakaka:

  • 1 sítróna
  • 500 g rjómaostur
  • 150 g sykur
  • 2 msk hveiti
  • 5 egg
  • 1¼ dl rjómi
  • 90 g bláber

Aðferð:

Botn:

  1. Setjið kexið í matvinnsluvél og hakkið fínt.
  2. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið.
  3. Klæðið smelluform (20 cm) með bökunarpappír.
  4. Hellið kexblöndunni í formið og þrykkið vel niður og upp með hliðunum.
  5. Setjið í kæli í 20 mínútur.

Ostakaka:

  1. Hitið ofninn á 160°C.
  2. Rífið utan af sítrónu með rifjárni og pressið safann.
  3. Pískið rjómaostinn með sykri og rifnum sítrónuberki.
  4. Bætið hveiti og 2 msk. af sítrónusafa út í. Pískið 1 egg út í í einu og bætið rjómanum út í.
  5. Takið kexbotninn úr kæli og hellið rjómaostsblöndunni í formið. Bakið í 15 mínútur.
  6. Dreifið bláberjum yfir kökuna og bakið áfram í 55 mínútur. Slökkvið þá á ofninum og látið standa í tvo tíma.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert