Matarhátíð Reykjavíkur haldin um helgina

Svipmyndir frá hátíðinni í fyrra.
Svipmyndir frá hátíðinni í fyrra. mbl.is/

<span>Matarhátíðin Reykjavík Food Festival, Matarhátíð Reykjavíkur, verður haldin nú á laugardaginn 14. september á Skólavörðustíg frá kl. 14:00-17:00. Hátíðin er nú haldin í áttunda skiptið og hefur hún nú þróast úr því að einblína á beikon og svínakjöt í hátíð þar sem allir geirar matvælaiðnaðarins eru velkomnir. </span>

Að sögn Árna Georgssonar, ferðaþjónustufrömuðar og eins af skipuleggjendum hátíðarinnar, er þetta í áttunda skipti sem hún er haldin. Hún hafi þróast úr því að vera beikonhátíðin mikla yfir í fjölbreyttari og enn skemmtilegri hátíð. „Stemningin er alltaf gríðarlega skemmtileg og það er svo gaman að sjá hvað matur tengir fólk saman. Það er svo mikil gleði og gaman að sjá hvað allir eru tilbúnir að leggja hönd á plóg,“ segir Árni en hátíðin er haldin í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins auk fjölda fyrirtækja.

Yfirskrift hátíðarinnar er<em> Úr flóa að fjalli</em> og alls munu tólf veitingastaður úr borginni raða upp veitingabásum á Skólavörðustíg og bjóða borgarbúum og nærsveitungum upp á kræsingar gegn vægu gjaldi. Verðinu er stillt í hóf en hægt verður að kaupa fjóra miða á 1.500 krónur.

Þeir veitingastaðir sem verða með veitingabása á hátíðinni eru Kol, Sjávargrillið, Matarkjallarinn, Fjárhúsið, Loki, Salka, Krúa Thaí, Block Burgers, Himalayan Spice og Eldur og ís auk tveggja veitingabása bandaríska meistarakokksins Doms Iannarellis frá Iowa.

<span>Lífleg skemmtiatriði verða í boði og lúðraþytur mun óma um Skólavörðustíginn. Ágóði af miðasölu hátíðarinnar rennur til góðgerðarmála. Í ár hljóta barnamenningarmiðlun Nýlistasafnsins og Einhverfusamtökin styrki hátíðarinnar.</span>

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert