Stærstu mistökin sem fólk gerir við pastasuðu

mbl.is/Colourbox

Að sjóða pasta er fremur auðvelt - hefði maður haldið. En að sögn nokkurra heimsþekktra kokka gera ansi margir tvenn mistök sem valda því að pastað verður ekki nándar nærri eins gott og það gæti orðið.

Í fyrsta lagi á alls ekki undir nokkrum kringumstæðum að skola pastað. Hreint ekki. Þá er sterkjan skoluð burt og pastað verður flatt og leiðinlegt.

Í öðru lagi hella flestir soðinu af pastanu en það eru stór mistök. Þess í stað á að nota það í sósuna - tvær matskeiðar eða svo og þá verður sósan 67-82% betri. Segja sérfræðingarnir.

Við höfum heyrt þetta áður og trúum því. Þetta segja sérfræðingarnir og þeir ættu að vita það!

mbl.is