Klassískar kjötbollur í sparibúning

Við erum til í þennan rétt sama hvaða dag vikunnar.
Við erum til í þennan rétt sama hvaða dag vikunnar. mbl.is/Betina Hastoft

Kjötbollur eru í uppáhaldi allra og sívinsælar hjá fjölskyldufólki. Hér er búið að uppfæra klassíska uppskrift og setja hana í sparibúning þar sem gremolata kemur við sögu. En gremolata er tekið beint upp úr ítölskum kokkabókum þar sem Ítalir nota gremolata mikið til að krydda matinn sinn og er alveg geggjað ofan á pitsur.

Klassískar kjötbollur í sparibúningi (fyrir 4)

Kjötbollur:

 • 500 g nautahakk
 • 1 tsk. salt
 • 1 stórt hvítlauksrif
 • ¼ rifinn sítrónubörkur
 • 2 msk. parmesan
 • 1 msk. oregano
 • 1 egg
 • pipar
 • ólífuolía

Tómatsósa:

 • 1 laukur
 • 1 stórt hvítlauksrif
 • ólífuolía
 • 70 g tómatpuré
 • 1 dós hakkaðir tómatar með kryddjurtum
 • ¼ l nautakraftur
 • salt og pipar

Gremolata

 • ½ búnt steinselja
 • 1 stórt hvítlauksrif
 • ¾ safi úr sítrónu
 • 1 msk. nýrifinn parmesan

Annað:

 • 400 g tagliatelle

Aðferð:

Kjötbollur:

 1. Hrærið kjötið saman við salt. Rífið sítrónubörkinn og merjið hvítlaukinn og setjið út í hakkið ásamt parmesan, oregano og eggi. Kryddið með pipar og mótið í litlar bollur.
 2. Brúnið bollurnar upp úr olíu á heitri pönnu og steikið á öllum hliðum. Leggið þá til hliðar.

Tómatsósa:

 1. Saxið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu á pönnu. Bætið tómatpúrru út í ásamt hökkuðum tómötum og krafti. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Leggið þá kjötbollurnar í sósuna og látið malla áfram í 10-12 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.

Gremolata:

 1. Saxið steinseljuna og hvítlaukinn. Rífið sítrónubörkinn og parmesan með rifjárni og blandið öllu saman.
 2. Berið kjötbollurnar fram í tómatsósu með pasta eða spaghettí og dreifið gremolata yfir – og jafnvel smáveigis af parmesan.
mbl.is