Tómatameðlæti sem rífur í

Tómatar eru frábærir með hverskyns mat - líka sultaðir með …
Tómatar eru frábærir með hverskyns mat - líka sultaðir með chili ofan á osta og brauð. mbl.is/Colourbox

Tómatar bjóða upp á allt saman – sætuna, sýru og allt þar á milli. Hreint út sagt ómótstæðilegir. Þegar þú eldar þá og sultar, færðu alveg nýtt bragð fram á tunguna. Hér er uppskrift að tómatmarmelaði með chili sem passar fullkomlega með pasta, salati eða ostabakkanum.

Tómatameðlæti sem rífur í (fyrir 4)

  • 400 g tómatar
  • 150 g sykur
  • 1 rautt chili
  • salt og pipar
  • 1 msk. sítrónusafi

Aðferð:

  1. Skerið tómatana í báta og setjið í pott ásamt sykri. Látið standa í 2 tíma.
  2. Bætið smátt söxuðu chili út í ásamt salti og pipar og hitið rólega upp að suðu. Leyfið tómötunum að malla í 15-20 mínútur á lágum hita.
  3. Fjarlægið með skeið ef myndast hefur froða í pottinum. Smakkið til með sítrónusafa og setjið í krukku með loki.
  4. Berið fram með t.d. ostabakka, pasta eða góðu brauði.
mbl.is/Colourbox
mbl.is