Lasagna sem allir elska

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Lasagna er einn af þessum réttum sem klikka aldrei og allir elska. Þannig mat elskum við  ekki síst á fallegum haustdögum þegar fjölskyldan kemur saman við kvöldverðarborðið og deilir sögum af deginum.

Það er Berglind Hreiðars sem á heiðurinn af þessari uppskrift en eins og allir vita heldur hún úti einni fallegustu bloggsíðu landsins: Gotterí & gersemar

Lasagna

Fyrir um 8 manns

 • 900 g nautahakk
 • 1 stk. laukur (smátt saxaður)
 • 4 stk. hvítlauksgeirar (smátt saxaðir)
 • 2 x Cirio-pastasósa (1 x með tómat og chili og 1x með tómat og basil, 420 g hvor)
 • 1 lúka söxuð fersk basilíka
 • 1 msk. óreganó
 • salt, pipar, papriku- og hvítlauksduft eftir smekk
 • ólífuolía til steikingar
 • 350 g RANA-lasagnaplötur (um 1½ bréf)
 • 200 g rjómaostur
 • 1 stk. egg
 • ostur og parmesanostur eftir smekk

Aðferð:

 1. Steikið laukinn þar til hann fer að mýkjast og bætið þá hakkinu saman við. Kryddið til með salti, pipar, papriku- og hvítlauksdufti eftir smekk.
 2. Hellið pastasósunum saman við ásamt basilíku og óreganó og leyfið að malla á meðan þið útbúið restina.
 3. Hitið ofninn í 180°C og takið til eldfast mót og smyrjið með olíu/smjöri (frekar djúpt, annars stærra ef það er lægra).
 4. Stappið saman rjómaost og egg í skál og geymið.
 5. Rífið vel af osti og hafið til taks (rífið svo eftir þörfum).
 6. Raðið lasagna saman í eftirfarandi röð x 3 lög (allt í lagi að lasagnaplöturnar skarist aðeins): Lasagnaplötur, rjómaostsblanda (smyrjið yfir pastað), hakk og síðan rifinn parmesan og ostur eftir smekk.
 7. Bakið í ofni í 30-35 mínútur og berið fram með salati, góðu hvítlauksbrauði og ekki er verra að hafa rauðvín með þessum rétti.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is