Í hvora áttina á klósettrúllan að snúa?

Í hvora áttina snýrð þú klósettpappírnum?
Í hvora áttina snýrð þú klósettpappírnum? mbl.is/Peter Dazeley

Það er tími til kominn að fá eina vinsælust vangaveltu allra tíma á hreint – hvernig á klósettrúllan að snúa? Hér munum við útkljá þetta málefni í eitt skipti fyrir öll.

Kannastu við að fara á salernið hjá vinafólki og þú hugsar með þér, „oooh, þau snúa klósettrúllinni öfugt“! Og þú drífur þig í að rétta hana við áður en þú tekur í pappírinn. Þetta hljómar eflaust kunnuglega fyrir mörgum því öll höfum við skoðanir á þessu máli og erum sjaldnast sammála.

Og þess vegna á papprírinn að snúa út á við:

  • Pappírinn rúllast mun betur svona.
  • Það er auðveldara að rífa það magn af pappír sem þörf er á.
  • Hvorki þú né pappírinn mun snerta vegginn að aftan.
  • Ef þú notar munstraðan pappír, mun hann njóta sín betur.

Rökin fyrir því að pappírinn eigi að snúa inn á við:

  • Það er mun snyrtilegra að sjá pappírinn inn að veggnum.
  • Minni líkur eru á því að börn og húsdýr rúlli pappírnum út sér til skemmtunar.

Fólk sem snýr pappírnum út á við þykir afar skipulagt og er fólkið sem vill ráða. Þeir sem snúa pappírnum inn á við er fólkið sem er hlédrægt og er traustir vinir. Þeir sem eru alveg saman um hvernig pappírinn snýr eru sveigjanlegar einstaklingar sem þrífast vel í nýjum aðstæðum.

Hér er svarið sem allir hafa beðið eftir:
Það er að sjálfsögðu erfitt að gefa endanlegt svar með hvað sé rétt og rangt í stóra klósettrúllumálinu. En við getum spólað til baka um nokkur ár eða allt til ársins 1871 þar sem Seth Wheelers gaf það út með meðfylgjandi mynd af fyrsta salernispappírnum sem framleiddur var á rúllu - þá snýr hann út á við. 

Þá er það komið á hreint! Hönnuður salernispappírsins vill meina …
Þá er það komið á hreint! Hönnuður salernispappírsins vill meina að rúllan eigi að snúa út á við. mbl.is/Seth Wheelers
mbl.is