Kvöldmaturinn sem tekur korter að græja

mbl.is/Linda Ben

Flest elskum við þegar hægt er að græja eitthvað einfalt en samt bragðgott og hollt í kvöldmat. Þessi réttur er einmitt þannig en hér erum við með pítur sem búið er að poppa upp með taco kryddi og girnilegum kryddostum.

Það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn að þessari uppskrift.

Djúsí pítur með osta hakki

 • 500 g nautahakk
 • Taco krydd eftir smekk
 • Hvítlauks kryddostur frá Örnu Mjólkurvörum
 • 6 pítubrauð
 • 2 tómatar
 • ½ agúrka
 • 1 paprika
 • Salat
 • Pítusósa eftir smekk

Aðferð:

 1. Kryddið nautahakkið og steikið á pönnu þar til eldað í gegn. Rífið kryddostinn niður og bætið út á pönnuna, hitið þar til osturinn er bráðnaður.
 2. Ristið pítubrauðin og skerið grænmetið niður.
 3. Blandið saman öllu grænmetinu og hakkinu í skál, bætið sósunni út á og fyllið pítubrauðin.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is/Linda Ben
mbl.is