Lét kúnnana heyra það eftir að hafa kvartað

Simon Wood er hreint ekki hrifinn af grænmetisætum.
Simon Wood er hreint ekki hrifinn af grænmetisætum. mbl.is/

Hver man ekki eftir Simon Wood, sigurvegara Masterchef þáttanna í Bretlandi árið 2015. Hann er nú með sinn eigin veitingastað og er óhræddur við að svara fyrir sig þegar viðskiptavinir láta óánægju sína í ljós. Ekki síst þegar kemur að grænmetisfæði og vegan mat enda segir hann skírt að maturinn á veitingastað sínum sé ekki slíkur matur. Hvort það sé svo skylda fyrir veitingastaði að bjóða upp á slíka rétti

Viðskiptavinur nokkur sá ástæðu til að fara inn á Facebook síðu staðarins og væla undan lélegu úrvali vegan rétta.

Sá næsti sem reyndi þetta fékk öllu útlistaðra svar sem sagði allt sem segja þarf.

Það er alls ekki sjálfgefið að ég eigi að aðlaga matseðilinn minn að þínum þörfum. Ef þú vilt vegna mat þá skaltu fara á vegan veitingastað...Það er jafn glórulaust að ætlast til þess að ég aðlagi mig að þínum þörfum eins og ef ég ætlaðist til þess að geta pantað mér steik á vegan stað. Það gengi aldrei upp enda myndi ég aldrei búast við því - hvað þá að skammast yfir því að fá ekki það sem ég vil. Þú kjánaprik!

Hvað svo sem fólki finnst þá er þetta hans veitingastaður, fólk getur kynnt sér matseðilinn og getur sleppt því að mæta ef því hugnast ekki úrvalið. Eða hvað finnst ykkur...

mbl.is