Svona kemurðu í veg fyrir að rúmfötin krumpist í þvotti

Fátt er leiðinlegra en að fá rúmfötin krumpuð og kuðluð saman út úr þurrkaranum að þvotti loknum. Í fullkomnum heimi færu þau auðvitað aldrei í þurrkarann og væru alltaf straujuð en reyndin er sú að flest notum við þurrkarann og útkoman er oft æði krumpuð.

Bestu leiðirnar til að koma í veg fyrir krumpuð rúmföt eru þessar:

  • Ekki setja of mikið í þurrkarann í einu.
  • Stoppaðu þurrkarann þegar hálftími er eftir eða stilltu á strauþurrt. Þá er enn smá raki í rúmfötunum og þá brýtur maður þau saman, sléttir úr þeim eftir bestu getu og lætur þau þorna.
  • Lokar endunum á þeim þannig að þau fyllist ekki af öðrum þvotti eða vefjist um sjálf sig.
  • Settu tennisbolta eða sérstakar þurrkara-kúlur í þurrkarann.
mbl.is