Appelsínubörkur er undraefni

Nýpressaður appelsínudjús er það allra besta á morgnanna.
Nýpressaður appelsínudjús er það allra besta á morgnanna. mbl.is/healthline.com

Sítrónur eru þekktar fyrir góða hjálp þegar kemur að þrifum og öðrum húsverkum á heimilinu. En hér erum við með nokkur trix hvað appelsínurbörkur getur gert.

Hreinsiefni
Það er algjör óþarfi að kaupa búðarkeypt efni þegar þú getur útbúið frábær hreinsiefni í eldhúsinu heima úr edik og appelsínuberki. Settu appelsínubörk í krukku með loki og fylltu upp með ediki. Settu krukkuna á dimman stað í 2 vikur, sigtaðu þá blönduna og helltu yfir í úðabrúsa. Þannig færðu ilmandi og gott hreinsiefni.

Ruslatunnan
Þetta litla snjalla ráð er til þess gert að ruslatunnan muni ekki anga af vondri lykt. Settu appelsínubörk í botninn á tunnunni áður en þú setur poka í og tunnan mun ilma vel.

Ísskápurinn
Til að losna við súra lykt úr ísskápnum skaltu taka utan af hálfri appelsínu og setja nóg af salti innan á börkinn. Þannig færðu alveg efnalausa lausn við vandanum.

Kveiktu í berkinum
Það er ekkert notalegra en að kveikja upp í arninum, ef þú býrð svo vel. Prófaðu að þurrka appelsínubörk í nokkra daga og settu svo út í eldiviðinn næst þegar þú kveikir upp í. Ilmurinn mun leika um húsið eins og kveikt væri á góðu ilmkerti.

Appelsínubörkur er hreinasta snilld í orðsins fyllstu merkingu.
Appelsínubörkur er hreinasta snilld í orðsins fyllstu merkingu. mbl.is/Lucky Business/Shutterstock
mbl.is