Ofnbakaður hversdagsfiskur með dressingu

Hreint út sagt geggjaður fiskréttur.
Hreint út sagt geggjaður fiskréttur. mbl.is/Anders Schønnemann

Þessi fiskréttur er eins og himnasending fyrir svanga maga í miðri viku. Hollur og einstaklega bragðgóður fiskréttur, borinn fram með dásamlegri dressingu, salati og brauði.

Ofnbakaður hversdagsfiskur með dressingu

 • 4 rauðsprettuflök
 • 1 stórt hvítlauksrif
 • Handfylli fersk steinselja
 • ½ ljós brauðsneið
 • ½ dl rifinn parmesan
 • 1 msk mjúkt smjör
 • 1 sítróna, skorin í skífur
 • 1 tsk. ólífuolía
 • Dressing:

  • 3 msk. hrein jógúrt
  • 1 tsk. dijon sinnep
  • 1 msk. dill, saxað
  • 1 msk. kapers, saxað
  • Salt og pipar

  Salat:

  • 1 fennel
  • Sítrónusafi
  • 1 tsk. ólífuolía
  • Handfylli dill
  • Salt og pipar

  Aðferð:

  1. Smyrðu lítið eldfast mót með smjöri. Rúllið fiskflökunum saman og leggið í fatið.
  2. Merjið hvítlauk og saxið steinseljuna smátt. Skerið skorpuna af brauðsneiðinni og búið til krumlur úr því.
  3. Blandið brauðkrumlunum, steinselju og hvítlauk saman og dreifið yfir fiskinn. Toppið með smjöri og kryddið með salti.
  4. Leggið sítrónuskífur yfir réttinn og bakið við 180°C í 10 mínútur, eða þar til fiskurinn er fulleldaður.
  5. Dressing: Hrærið öllum hráefnunum saman.
  6. Salat: Skerið fennel í þunnar skífur, jafnvel með mandolínjárni. Veltið því upp úr sítrónusafa, ólífuolíu, dilli, salti og pipar.
  7. Berið fiskinn fram með dressingu, fennelsalati og góðu brauði.
  mbl.is