Þetta eru bestu veitingastaðir landsins

Gísli Matthías Auðunnsson á Slippnum hreppti annað sætið.
Gísli Matthías Auðunnsson á Slippnum hreppti annað sætið.

Veitingahúsavísirinn The White Guide hefur valið bestu veitingastaði landsins og eins og við greindum frá var það veitingastaðurinn ÓX undir handleiðslu Þráins Freys Vigfússonar sem var valinn sá besti. 

En það voru fleiri sem hlutu viðurkenningu og ber þar fremstan að nefna Gísla Matthías Auðunnsson á Slippnum sem lenti í öðru sæti og var á svokölluðu Masters Level.

Næstir þar fyrir neðan voru Grillið, Norð Austur Sushi & Bar, La Primavera, Austur Indiafjelagið, Skál, Matur & Drykkur og Vox.

Í Fine Level flokknum voru svo Mat Bar, Mímir, Tjöruhúsið, Moss og Sumac.

Listann og stigagjöfina má sjá hér að neðan:

Veitingastaðir á GLOBAL MASTERS stigi
1. ÒX Restaurant, Reykjavik    

Veitingastaðir á MASTERS stigi
2. Slippurinn, Vestmannaeyjar    

Veitingastaðir sem þykja mjög vandaðir
3. Grillið, Reykjavík   
4. Norð Austur Sushi & Bar, Seyðisfjörður  
5. Marshall house/La Primavera, Reykjavík  
6. Austur - Indiafjelagid, Reykjavik  
7. Skál (Hlemmur Mathöll), Reykjavík    
8.  Matur og Drykkur, Reykjavík    
9. Vox Brasserie & Bar (Hilton Hotel), Reykjavík    

Veitingastaðir sem þykja vandaðir
10. MAT BAR, Reykjavík   
11. Mimir (Radisson Blu Saga Hotel), Reykjavík    
12. Tjöruhúsið, Ísafjörður   
13. Moss Restaurant, Grindavík    
14. Sumac Grill + Drinks, Reykjavík   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert