Ísey skyr í skvísum

Ljósmynd/MS

Íslendingar eru sólgnir í skyr og vita að það er ríkt af næringarefnum og próteinum. Ísey skyr er sérstaklega vinsælt meðal þjóðarinnar og því gaman að segja frá því að nú er hægt að fá skyrið í handhægum skvísuumbúðum sem henta vel fyrir fólk og fjölskyldur á ferðinni, þá bæði börnum og fullorðnum.

Nýja Ísey skyrið í skvísum er laktósalaust, próteinríkt og inniheldur aðeins 4% viðbættan sykur. Það er merkt skráargatinu, en skráargatið er norræn merking fyrir þær vörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki og er ætlað til að hjálpa neytendum að velja sér hollari matvöru. Skyrið má enn fremur frysta, þannig að það er hægt að taka það úr frysti að morgni og grípa það með sér út í daginn ef það á ekki að nota það strax.

Ísey skyr í skvísum er nýr og spennandi kostur fyrir fólk á ferðinni og upplagt að taka með sér í vinnuna eða skólann og sniðugt að taka með sér þegar börn eru sótt í leikskóla, skóla eða á æfingar þar sem skyrskvísunum fylgir lítill sem enginn subbuskapur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert