Rjómakennt kjúklingalasagne

Alveg svakalega gott kjúklingalasagne.
Alveg svakalega gott kjúklingalasagne. mbl.is/Kærehjem.dk_Anette Nilsson

Hér ræðir um ekta lasagne sem gleður sálina – þú færð það ekki betra en þetta hér. Stundum er þörfin bara svo sterk að við þurfum að fá akkúrat svona mat í magann. Hér er uppskrift að æðislegu lasagne með hráefnum sem þú hefur aldrei áður notað í slíkan rétt.

Rjómakennt kjúklingalasagne

 • 350 g úrbeinuð kjúklingalæri frá ALI
 • 1 laukur
 • 4 stór hvítlauksrif
 • Ólífuolía
 • 100 g sveppir
 • 5 dl matvinnslurjómi
 • 2 dl rifinn cheddar-ostur
 • 2 tsk. maísþykkni
 • ½ dl grófhakkaðar valhnetur
 • 4-6 ferskar lasagne-plötur

Annað:

 • 6 litlir rauðlaukar
 • 1 dl edik
 • 2 dl sykur
 • 3 dl vatn
 • ½ dl söxuð steinselja

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 175°C.
 2. Skerið kjúklinginn í litla bita.
 3. Saxið lauk og hvítlauk og skerið sveppina í skífur.
 4. Steikið kjúklinginn upp úr ólífuolíu og bætið lauk, hvítlauk, spínati og sveppum út á pönnuna. Steikið þar til spínatið verður mjúkt. Smakkið til með salti og pipar.
 5. Hitið matvinnslurjómann í potti og blandið rifna ostinum saman við. Bætið við maísþykkni (blönduðu saman við smávegis af vatni). Hitið að suðu – saltið og piprið.
 6. Setjið kjúkling, valhnetur, sósu og lasagne-plötur í eldfast mót og byrjið og endið á sósunni.
 7. Hitið í ofni í 40 mínútur.
 8. Annað: Skerið laukinn til helminga og í strimla. Setjið edik, vatn og sykur í lítinn pott og hitið að suðu. Takið af hitanum og setjið laukinn út í edikblönduna.
 9. Þegar lasagne-ið er tilbúið – toppið þá með sultuðum lauk og saxaðri steinseju og berið fram. 
mbl.is