Hamborgarhryggurinn sem þarf ekki að sjóða

Kristinn Magnússon

Við verðum ekki oft orðlaus af hrifningu en urðum það engu að síður þegar við elduðum hamborgarhrygginn frá Hagkaup þegar við undirbjuggum hátíðarmatarblað Matarvefjarins sem unnið var í samstarfi við Hagkaup.

Hægt er að nálgast blaðið HÉR

Venjulega þarf að sjóða hrygginn áður en hann fer inn í ofn en búið er að hantera hrygginn þannig að þess gerist ekki þörf. Að auki inniheldur hann töluvert minna salt.

Hamborgarhryggur Hagkaups

Hryggurinn er settur í eldfast mót eða ofnskúffu ásamt 5-6 dl af köldu vatni.

Settur í ofn á 160°C í 90 mínútur, þá tekinn út, penslaður meðgljáanum og settur aftur inn í ofn í 15 mínútur, en þá á 220°C.

Gljái

  • 150 g púðursykur
  • 5 msk. sætt sinnep
  • 3 msk. appelsínumarmelaði

Brætt saman í potti og penslað yfir hrygginn, geymdu smá fyrir sósuna.

Matur
Matur Kristinn Magnússon
mbl.is