Jólasteikin sem er spáð mestum vinsældum í ár

Haraldur Jónasson/Hari

Hér er á ferðinni kjöt sem er bæði bragðmikið og svo er það ljóst og létt. Við erum að tala um fasana - sem gæti mögulega komið mörgum á óvart en ef þú ert að leita að hinni fullkomnu jólasteik og vilt ekki vera í sykurbráðinni eða saltinu þá er þetta algjörlega málið.

Við undirbúning Hátíðamatarblaðsins sem Matarvefurinn gaf úr í samstarfi við Hagkaup þá verður að segjast eins og er að fasaninn kom mest á óvart - að öðru kjöti ólöstuðu.

Fasani hefur oft verið kallaður hvíta villibráðin eða jafnvel villibráðarhæna því óeldaður lítur fuglinn út eins og kjúklingur. Sem þýðir jafnframt að eldun hans ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Það er hins vegar bragðið sem kemur á óvart. Hvítt magurt kjöt en um- talsvert bragðmeira og með meiri fyllingu en við eigum að venjast. Þetta er því hin fullkomna hátíðarsteik fyrir þá sem vilja ljóst kjöt eða prófa eitthvað nýtt.

Þegar við Aníta Ösp Ingólfsdóttir, matreiðslumeistari, vorum að velta því fyrir okkur hvernig ætti að matbúa fuglinn fundum við uppskrift frá áttunda áratugnum sem hét Appelsínufasani í skinkuteppi. Þetta er með betri uppskriftartitlum sem sést hafa og við ákváðum að taka þessa uppskrift og skipta út brauðskinkunni fyrir parmaskinku og setja þykkt lag af góðgæti undir. Þetta var gert til að kjötið þornaði ekki um of og bar tilætlaðan árangur. Kjötið var æðislegt og við mælum hiklaust með fasana um hátíðarnar.

Hægt er að nálgast hið óviðjafnanlega Hátíðablað Hagkaups og Matarvefsins HÉR.

Fasani

  • Tveir fasanar
  • 1 dl olía
  • 75 g smjör
  • 8 sneiðar serrano-skinka
  • timjan
  • salt
  • pipar

Fasaninn þerraður, saltaður og pipraður.

Þá er olían og smjörið hitað í djúpri pönnu þar til byrjarað freyða aðeins, þá er fasaninn steiktur í olíunni/smjörinu á öllum hliðum.

Þegar hann er orðinn gullinbrúnn þá er hann settur í eldfastmót ásamt öllu smjörinu. Bring-urnar þerraðar örlítið og sýrða rjómanum smurt yfir og 4 sneiðar af skinku lagðar þar ofan á. Nokkrar timjangreinar eru settarinn í fuglinn og hann settur inn í heitan ofn á 180°C í um það bil 45 mínútur.

Tvisvar á þeim tíma er gott að taka fasanann út og ausa yfir hann smjörinu úr fatinu. Hann þarf þá að hvíla í allavega 10 mínútur áður en hann er skorinn og borðaður.

Sýrði rjóminn
  • 1 dós 36% sýrður rjómi
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 3 greinar timjansalt

Öllu hrært saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert