Pressukannan sem fagurkerarnir slást um

Pressukönnur eru algjör snilld. Þær geta hins vegar verið misgóðar og stóra atriðið er að þær halda misvel hita á kaffinu. Þessi pressukanna er úr ryðfríu stáli með tvöföldum vegg og heldur því hitanum miklu betur en frænkur hennar úr gleri. Það er líka hægt að setja könnuna ofan á hita (t.d. sósuhitara) og halda kaffinu heitu þannig.

Þessi fallega kanna er líka frá vinsælasta merkinu þessa dagana  þannig að ef þú vilt vera töff þá er algjörlega málið að vera með vörur frá Sjöstrand í eldhúsinu.

Kannan kostar 8.900 kr.

Hægt er að skoða pressukönnuna nánar HÉR.

mbl.is