Matseðill Halle Berry afhjúpaður - fimmtug og í fantaformi

Hin eina sanna Halle Berry er 53 ára gömul.
Hin eina sanna Halle Berry er 53 ára gömul.

Aldurinn er afstæður og ef einhver er lifandi sönnun þess þá er það hin 53 ára Halle Berry sem hefur aldrei verið í betra formi að eigin sögn. Nýverið birti hún mynd af magavöðvunum á Instagram og því fulljóst að aldur er engin fyrirstaða.

Berry æfir mikið til að vera í góðu formi en þó er það mataræðið sem öllu máli skiptir að sögn þjálfara hennar. Berry fylgir tveimur megin reglum í mataræðinu: hún er á ketó og drekkur mikinn vökva.

Á morgnanna fær hún sér eingöngu vatnsglas og í kjölfarið sinn daglega skammt af amínósýrum sem eru nauðsynlegar til vöðvauppbygginar. Skömmu síðar fær hún sér kaffi og bætir tveimur matskeiðum af MTC olíu í kaffið.

Hún fer á æfingu fljótlega upp úr því og ef hún er orkulaus fær hún sér drykk sem er unninn úr rauðbeðum. Eftir æfinguna er komið að fyrstu máltíð dagsins sem inniheldur yfirleitt góðan bita af kjöti. Þetta er hárrétti tíminn til að borða að sögn þjálfara hennar því líkaminn er enn að jafna sig eftir æfinguna og þarf á næringu að halda. Hún fær sér steik eða kjúkling með steiktu græmneti á borð við grænkál eða spínat. Oft fær hún sér líka egg með eða jafnvel tvö þrjú egg í staðin fyrir máltíðina.

Það sem eftir lifir dags er hún mikið að tína í sig grænmeti. Hún elskar avókadó og borðar mikið af þeim. Sem og lífrænt ræktuðum berjum.

Í kvöldmat er lambakjöt oft á matseðlinum. Stundum sem steik og stundum sem ketó kássa sem inniheldur jafnframt mikið af blómkáli og öðru græmeti.

Með þessum hætti stjórnar Berry líkama sínum en hún greindist með sykursýki fyrir 30 árum.

mbl.is