Himneskur kjúklingaréttur á hálftíma

Stórkostlegur kjúklingaréttur á 30 mínútum - við biðjum ekki um …
Stórkostlegur kjúklingaréttur á 30 mínútum - við biðjum ekki um meira. mb.is/Damndelicious.net

Kjúklingaréttur í sinni allra bestu mynd er hér á borðunum – kryddaður með nýkreistum sítrónusafa og dilli. Þú eyðir litlum 30 mínútum í að elda og ekki mínútu lengur en það.

Himneskur kjúklingaréttur á hálftíma

  • 700 g kjúklingalæri frá Ali, beinlaus
  • sjávarsalt og pipar — við notum Norðursalt
  • 5½ msk hveiti
  • 1 msk. repjuolía
  • 1 msk. ósaltað smjör
  • 1 bolli kjúklingakraftur
  • 2 msk. nýkreistur sítrónusafi
  • 2 msk. ferskt dill, saxað

Aðferð:

  1. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og veltið honum upp úr 4 msk. af hveiti.
  2. Hitið olíuna og smjörið á pönnu.
  3. Steikið kjúklinginn á pönnunni í 4-5 mínútur á hvorri hlið, þar til gylltur og gegnumsteiktur. Setjið kjúklinginn til hliðar á disk og lækkið í meðalhita undir pönnunni.
  4. Pískið restina af hveitinu (1½ msk) í sirka eina mínútu á pönnunni. Bætið þá kjúklingakrafti og sítrónusafa saman við og leyfið suðunni að koma upp – hrærið jafnt og þétt í á meðan. Sósan ætti að þykkna eftir u.þ.b. þrjár mínútur. Bætið þá dillinu saman við og saltið og piprið.
  5. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og berið strax fram.

Uppskrift frá: Damn Delicious®

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert