Sveittur bátur með roastbeef, sinnepssósu, súrum gúrkum og svissuðum lauk

Ljósmynd/María Gomez

Þessi fyrirsögn myndi auðveldlega flokkast sem ómótstæðileg enda er flest það sem María Gomez á Paz.is gerir í þeim flokki. Það var hún sjálf sem notaði orðið „sveitt“ og við tökum bara undir það heilshugar enda fátt meira viðeigandi í janúarlægðunum.

María segir að lykilatriðið hér sé gott hráefni og þá ekki síst rauðkálið og sósan sem sé það sem mestu máli skipti. Rétturinn sé óhemjuvinsæll á hennar heimili þar sem hann er reglulega galdraður fram við mikinn fögnuð viðstaddra.

Sveittur bátur með roastbeef, sinnepssósu, súrum gúrkum, rauðkáli, steiktum og svissuðum lauk
 • 2x bátabrauð (fást í Hagkaupum)
 • rauðkál (mæli með frá Beauvais)
 • súrar gúrkur (mæli með frá Beauvais)
 • 1 laukur
 • 25 g smjör
 • steiktur laukur
 • tilbúið roastbeff ca. 250 g ef á að gera 2 báta (fæst í kjörbúð sem álegg)
 • Aromat-krydd
Sinnepssósa:
 • 250 g majónes
 • 3 msk. sætt sinnep (mæli með frá Bähncke)
 • 2 msk. hunang
 • smá Aromat-krydd

Aðferð:

 1. Byrjið á að skera lauk í ræmur og steikja með smjörinu á pönnu, passið að steikja við mjög vægan hita, meira svona sjóða hann í smjörinu en steikja þar til hann er mjúkur
 2. Byrjið svo á sinnepssósunni en þar er öllu bara hrært saman sem á að vera í henni.
 3. Setjið svo bátabrauðið á pönnuna við vægan hita og ristið að innan og utan, ekki skera brauðið alveg í sundur, heldur leyfið því að hanga saman á annarri hliðinni.
 4. Takið af pönnunni og setjið þá roastbeef, laukinn sem þið voruð að mýkja, súru gúrkurnar og rauðkálið á pönnu við vægan hita og leyfið því svona að léttsteikjast saman (athugið hér er magnið eftir smekk en ég set alveg 5-6 sneiðar af roastbeef á hvern bát og vel af gúrkum, rauðkáli og lauk).
 5. Kryddið með smá Aromat.
 6. Setjið svo sósu á brauðið og vel af henni.
 7. Raðið svo öllu á milli sem var á pönnunni og stráið steiktum lauk (þá svona pylsusteiktum lauk) yfir allt og sósu aftur.
 8. Lokið bátnum og hitið smá aftur á pönnunni.
 9. Gott er svo að vefja honum inn í smjörpappír til að borða hann.
Ljósmynd/María Gomez
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »