Kallaður „sauður“, „fífl“ og „sjálfhverfur loðkjammi“

Ólafur Örn Ólafsson.
Ólafur Örn Ólafsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aðdáendur þorrans eru ærir þessa dagana yfir ummælum Ólafs Arnar Ólafssonar veitingamanns sem lét þau ummæli falla á laugardaginn að hann væri lítt hrifinn af þorramat.

Er svo komið að bráðfyndið er að fylgjast með framgöngu netverja sem keppast við að níða af Ólafi skóinn og kalla hann öllum illum nöfnum.

Hér má sjá brot af því besta frá virkum í athugasemdum:

Sauður

Þegar 101 latte grætur er það frétt?

Mér finnst að við sem viljum borða þorramat megum gera það í friði fyrir „stjörnukokkum“ sem skenkja sýnishorn af mat á diska á ofurverði.

„Stjörnukokkur“ já … meira svona fífl sem ber ekki virðingu fyrir hefðum landsins.

Æi verið ekki að skamma karlgreyið. Hann virðist vera búinn að eyðileggja bragðskynið í sér með þessu brennivínssulli alltaf hreint.

Þessi sjálfhverfi loðkjammi ætti að sýna landinu sínu og hefðum þess í mat smá virðingu … getur sjálfur kjamsað í sig suðrænum grútmygluðum ostum með gerjaða þrúgusafanum sínum ef honum líkar það betur!

Óþolandi svona alþjóðahyggju-euroþvæla. „Heimsborgarar“ eru þröngsýnni og verri en verstu smáborgarar, enda hroki, uppskafningháttur og oflátungsháttur þeirra veganesti.

Stjörnueiturbrasarar hafa ekki nokkurt vit á því hvað er ætt og hvað er ekki ætt.

Þessi á bara að halda sig í 101 og halda kj…

mbl.is