Vinsælasta partýhugmyndin þessa dagana

Snakkveggur er gargandi snilld í næsta partí.
Snakkveggur er gargandi snilld í næsta partí. mbl.is/Mercury Press & Media

Það er enginn vafi að þessi hugmynd muni verða ein sú vinsælasta í stórveislum þessa árs. Því það er ekkert sem gestir elska meira en góðan snakkpoka þegar líða fer á kvöldið.

Skosku brúðhjónin Charlotte og Gavin Bell frá Dunfermline kunna sannarlega að halda góða veislu. En þau útbjuggu „brakandi stökkan vegg“ fyrir brúðkaupsveisluna sína sem innihélt 200 snakkpoka.

Það tók um 2 klukkutíma að smíða vegginn sem er úr timbri og hænsnaneti. Síðan voru snakkpokarnir festir upp með klemmu. Það þarf ekki að spyrja að viðbrögðum gestanna sem hreint út sagt elskuðu hugmyndina – enda ekki annað hægt.

Eftir að hafa birt mynd af hugmyndinni á netinu leið ekki á löngu þar til myndirnar voru komnar í fulla dreifingu á milli miðla, eins og við var að búast. Enda stórsnjöll hugmynd sem mun eflaust leysa hinn klassíska nammibar af hólmi sem hefur þótt vinsæll í veislum til þessa. 

Brúðhjónin sem smelltu í þessa stórgóðu hugmynd og deildu með …
Brúðhjónin sem smelltu í þessa stórgóðu hugmynd og deildu með alheiminum. mbl.is/Mercury Press & Media
mbl.is/Mercury Press & Media
mbl.is