Matvörur sem þú mátt ekki borða eftir síðasta söludag

Kjúklingi ber að halda sig frá eftir að hann rennur …
Kjúklingi ber að halda sig frá eftir að hann rennur út samkvæmt pakkningum. Hann getur innihaldið E-coli-bakteríur sem eru skaðlegar fyrir heilsuna. mbl.is/Colourbox

Við höfum öll borðað mat sem hefur tekið nokkur skref yfir síðasta söludag og oft og tíðum er það í fínasta lagi. En það er alls ekki allur matur sem við megum innbyrða eftir að hann rennur út.

Það er alltaf mikilvægt að matreiða nautahakk vel þannig að …
Það er alltaf mikilvægt að matreiða nautahakk vel þannig að kjötið sé gegnumsteikt. En það er ekki bara matreiðslan heldur síðasti söludagur sem ber að fylgjast með. Ef þú borðar nautahakk sem hefur skriðið yfir síðasta neysludag eru meiri líkur á stafýlókokkum eða salmonellu sem getur leitt til matareitrunar eða einhvers verra sem við viljum alls ekki lenda í. mbl.is/Colourbox
Fiskur er fljótur að skemmast og því ætti alls ekki …
Fiskur er fljótur að skemmast og því ætti alls ekki að leika sér að síðasta söludeginum þar. Hér geta listería og aðrar bakteríur byrjað að dreifa sér um fiskinn á augabragði. En það sama gildir um rækjur. mbl.is/Colourbox
Tilbúin salöt sem þú getur keypt í stórmörkuðum skaltu ekki …
Tilbúin salöt sem þú getur keypt í stórmörkuðum skaltu ekki borða eftir síðasta söludag en þetta á sérstaklega við um í þeim löndum þar sem salötin eru ræktuð og hætta á að vatnið sé mengað. Og því geta bakteríur þróast á ógnarhraða eftir ákveðinn geymslutíma. mbl.is/Shutterstock
Flestalla harða osta eins og t.d. parmesan má auðveldlega skera …
Flestalla harða osta eins og t.d. parmesan má auðveldlega skera hluta af sem eru byrjaðir að sýna merki um útrunna vöru. En það skaltu ekki gera með mjúka osta eins og brie eða camenbert því mun meiri líkur eru á að allur osturinn sé byrjaður að mygla þó að þú sjáir það ekki. mbl.is/Colourbox
Egg eru aftur á móti undantekning þegar kemur að síðasta …
Egg eru aftur á móti undantekning þegar kemur að síðasta söludegi því þú getur notað þetta einfalda trix sem við höfum sagt áður hér frá á matarvefnum, til að athuga hversu fersk þau eru. Ef eggið sekkur á botninn á vatnsglasi er fullkomlega óhætt að borða það þrátt fyrir síðasta söludag. En ef það flýtur á yfirborðinu skaltu fylgja því í tunnuna. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert