Pizzasnúðar í yfirstærð

Pizzasnúðar eru góðir, en stórir pizzasnúðar eru geggjaðir. Það er alltaf klassískt að henda í snúða um helgar og þessi uppskrift kemur sannarlega á óvart.

Pizzasnúðar í yfirstærð

 • 400 g eða 5-6 stórir tómatar
 • 1 msk. rautt pestó
 • 400 g pizzadeig
 • 100 g skinka, skorin í þunna strimla
 • 100 g mildur ostur í skífum, t.d. gouda
 • 2 tsk. oregano

Aðferð:

 1. Skerið tómatana til helminga og fjarlægið kjarnann. Skerið tómatana í bita. Blandi tómötunum saman við rautt pestó.
 2. Rúllið pizzadeiginu út og leggið á bökunarpappír.
 3. Leggið skinku og því næst ost á deigið þannig að það hylji allt. Dreifið tómötunum ofan á og kryddið með oreganó.
 4. Rúllið deiginu upp og skerið í 8 jafnstóra snúða.
 5. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í 15-20 mínútur á 200°, þar til gylltir og bakaðir í gegn.
mbl.is