Þekktasta matarstell landans er eftirlíking

Christan Bitz hannar eitt vinsælasta matarstell samtímans og við erum …
Christan Bitz hannar eitt vinsælasta matarstell samtímans og við erum miklir aðdáendur. En nú á dögunum hlaut hann dóm í máli varðandi stuldur á hönnun. mbl.is/Bitz

Christian Bitz, sem hannar eitt þekktasta matarstell samtímans, hefur hlotið dóm sem varðar eftirlíkingar á samskonar matarstelli.

Það er keramíkfyrirtækið K.H. Würtz sem lagði fram kæru á hendur Bitz fyrir matarstell sem kom á markað árið 2016, en Würtz er virt og þekkt fyrir sínar vörur. Hinn víðfrægi veitingarstaður Noma í Danmörku hefur til að mynda notað vörur frá Würtz.  

Það var því árið 2016 sem Kasper Würtz, eigandi K.H. Würtz, lagði fram kæru á móti Bitz og eins F&H, fyrirtækinu sem framleiðir matarstellið. En um ræðir fyrsta matarstellið sem Bitz setti á markað sem inniheldur bolla, skálar og diska í litunum gráu, grænu og svörtu.

Í dómnum er tekið fram að F&H hafi átt í samskiptum við kínverskt fyrirtæki sem framleiddi vörurnar – og hafi ítrekað sent myndir af diskum og hönnun Würtz til að ná fram ákveðnu yfirbragði á Bitz stellinu. Ekki er búið að ákveða hversu mikla upphæð Bitz mun þurfa að reiða fram til Würtz. En enginn á vegum F&H eða Bitz hefur tjáð sig um málið að svo stöddu. 

Fyrirtækið K.H. Würtz birti á Instagram síðu sinni þessa mynd …
Fyrirtækið K.H. Würtz birti á Instagram síðu sinni þessa mynd undir fyrirsögninni "Can a visual expression be copied?". mbl.is/Instagram_wurtzaage
mbl.is