Liba-brauð loksins fáanlegt á Íslandi

Til er það brauð sem þykir svo gott að veitingastaðir hafa slegist um það og hafa veitingamenn fullyrt að það eigi sér enga hliðstæðu. Nú er það brauð loksins fáanlegt í hefðbundnum verslunum og má búast við að það rokseljist á næstunni enda er um að ræða frystivöru.

Brauðið, sem er flatbrauð ættað frá Sýrlandi, er mikið notað í vefjur og kebab. Það er einnig tilvalið sem pítsubotn auk þess sem vinsælt er að pensla það með olíu og baka stutta stund þar til það verður stökkt og gómsætt. Þannig er hægt að búa til einfalt hvítlauksbrauð eða jafnvel brauðteninga í salöt.

Liba-brauðin eru sænsk framleiðsla en eigandi fyrirtækisins er upprunalega frá Sýrlandi en flúði til Svíþjóðar og hóf framleiðslu á flatbauðunum árið 1992. Brauðin þykja einstaklega góð og hafa notið gríðarlegra vinsælda um gjörvalla Skandinavíu og það er því mikið gleðiefni fyrir íslenska neytendur að þau séu loks fáanleg í smásölu hér á landi. Brauðin eru án allra aukaefna, vegan og laktósalaus.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »