Carlsberg skiptir um útlit

Carlsberg í sérlegri afmælisútgáfu sem aldrei fyrr.
Carlsberg í sérlegri afmælisútgáfu sem aldrei fyrr. mbl.is/Carlsberg_PR

Þekktasti pilsner í heimi, Carlsberg, mun á næstu dögum fá nýtt útlit samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Tilefni breytinganna á flöskunni er 80 ára afmæli Margrétar Danadrottningar, sem fagnar deginum 16. apríl nk. Því  hefur Carlsberg búið til sérstaka afmælisúgafu af Carlsberg-pilsner með afmæliskveðju í gylltu letri – til að fagna stóra deginum. Drottningin sjálf hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum veisluhöldum út af kórónufaraldrinum og Carlsberg kynnir nýju flöskuna án þess að vera með of mikið fár í kringum það.

Christopher Billing, markaðsstjóri Carlsberg í Danmörku, segir að í ljósi aðstæðna líti þeir á afmælisútgáfuna sem tækifæri fyrir Dani til að fagna afmælisdeginum úr fjarlægð – með því að skála hver fyrir sig og sýna þannig samstöðu. Þeir beri mikla virðingu fyrir fyrirmælum yfirvalda um að standa saman öll sem eitt, sem og áherslum drottningarinnar varðandi samkomubann. En drottningin hélt ræðu í marsmánuði þar sem hún sagði það vera hugsunarlaust og kæruleysi að halda partí og afmælisveislur þar sem margir kæmu saman á tímum sem þessum.

Margrét Danadrottning fagnar 80 afmælisárum þann 16. apríl nk. Þó …
Margrét Danadrottning fagnar 80 afmælisárum þann 16. apríl nk. Þó ekki við stór veisluhöld í ljós aðstæðna. mbl.is/TV2 Lorry
mbl.is