Lestarstöð sem verður að mathöll

Glæsileg mathöll mun opna á næsta ári í gamalli lestarstöð …
Glæsileg mathöll mun opna á næsta ári í gamalli lestarstöð í Parísarborg. mbl.is/Studio Same Architects

Á yfirgefinni lestarstöð í 6. hverfinu í París, muntu fá einstaka upplifun á níu metra dýpi. Lestarpallurinn sem áður iðaði af lífi með fólki á leið til og frá vinnu mun brátt verða að mathöll.

Öðrum megin við lestarteinanna verður markaðstorg með matvörum til sölu, kaffihús, sælkeraverslun og vínbúð. Hinum megin við brautarpallinn verður veitingastaður ásamt vínbar. Verkefnið hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni og er það Studio Same sem sér um hönnunina.

Arkitektastofan mun leggja allt sitt í að gestir fái einstaka upplifun á staðnum og verður áherslan lögð á að endurheimta byggingarlistina, menninguna og arfleifð lestarstöðvarinnar í Parísarborg.

Áætlað er að verkefninu ljúki árið 2021 og þeir sem eiga leið um París á næsta ári geta lagt leið sína að 8 rue de sévres, 75006 París – og fundið þar nýstárlega mathöll.

Öðru megin verður veitingarstaður og vínbar og hinum megin við …
Öðru megin verður veitingarstaður og vínbar og hinum megin við teinana verður markaðstorg með matvörum og sælkeraverslun. mbl.is/Studio Same Architects
mbl.is/Studio Same Architects
mbl.is/Studio Same Architects
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert