TikTok kakan sem inniheldur tvö hráefni

TikTok er nýjasti afþreyingarmiðill fólksins - og nú með uppskrift …
TikTok er nýjasti afþreyingarmiðill fólksins - og nú með uppskrift að einfaldri köku. mbl.is/Colourbox

Ef bakstur í samkomubanni hefur sýnt fram á litla takta í eldhúsinu, þá er þetta kannski uppskrift fyrir þig til að prófa. Hér bjóðum við upp á köku sem er að gera allt vitlaust á TikTok og inniheldur einungis tvö hráefni.

Ástralski kokkurinn Rob Nixon deildi nú á dögunum uppskrift að auðveldustu súkkulaðisynd í heimi. Hann póstaði kökunni á TikTok og það ætlaði allt um koll að keyra – en Rob kallar sig Nicko´s Kitchen og er með yfir 45 þúsund fylgjendur á TikTok.

Ef þú elskar Nutella, þá er þetta kakan sem þú ættir að vera baka því hún mun koma þér verulega á óvart og þú getur ekki klúðrað henni, svo einföld er hún.

TikTok kakan sem inniheldur tvö hráefni

  • 8 egg
  • 1 Nutella krukka

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180°C.
  2. Þeytið eggin þar til þau verða að hvítri „froðu“.
  3. Þegar eggin hafa náð áferðinni, lækkið þá undir hraðanum og hellið um hálfri Nutella krukku saman við sem er um 240 g. Ef þú geymir opna Nutella inn í ísskáp, skaltu vera búin/n að taka krukkuna út í góðum tíma til að hnetusmjörið sé mjúkt í sér.
  4. Þegar hráefnin hafa blandast saman ætti það að vera eins og þykkur vökvi. Hellið deiginu í bökunarform og setjið inn í ofn í 40 mínútur.
  5. Fylgist með kökunni og stingið í með prjóni því ofnar geta verið misjafnir.
  6. Skreytið með flórsykri og jarðarberjum eða því sem hugurinn girnist og berið fram.
Þú þeytir einfaldlega átta egg og hálfa krukku af Nutella …
Þú þeytir einfaldlega átta egg og hálfa krukku af Nutella saman. mbl.is/TikTok/nickoskitchen
Útkoman verður þessi stórfína kaka sem þú skreytir að vild.
Útkoman verður þessi stórfína kaka sem þú skreytir að vild. mbl.is/TikTok/nickoskitchen
Fullkomin súkkulaðisynd!
Fullkomin súkkulaðisynd! mbl.is/TikTok/nickoskitchen
mbl.is