Með alvöru pítsuofn í eldhúsinu og iðnaðaruppþvottavél

Æðislegt eldhús sem myndi sóma sér vel í hvaða sumarbústað …
Æðislegt eldhús sem myndi sóma sér vel í hvaða sumarbústað eða sveitaheimili sem er. Ljósmynd/YouTube

Rachel Ray er ein þekktasta eldhúshetja Bandaríkjanna og þar sem hún er í sóttkví ásamt eiginmanni sínum ákvað hún að bjóða áhorfendum sínum (hún er með sinn eigin sjónvarpsþátt) í heimsókn í eldhúsið sitt í heilsársbústaðnum sínum.

Eldhúsið er stórt og rúmgott og opið yfir í stofu. Það er ekki mikið lagt í innréttingarnar heldur fær hrár sveitastíllinn að halda sér. Hins vegar er hún með heimilistæki sem margir myndu vilja eiga. Ber það helst að nefna innbyggðan pítsuofn sem hún segist elska. Svo er hún með iðnaðaruppþvottavél sem við mælum heilshugar með enda glórulaust að eiga vélbúnað sem þvær diska á 60-180 mínútum. Iðnaðaruppþvottavélarnar gera það á 90-120 sekúndum og gera það vel!

Fyrir framan eyjuna er hún með stórt vinnuborð og því næst borðstofuborðið. Búrið er síðan algjörlega stórkostlegt og í heildina er þetta æðislegt eldhús.

Þessi pítsuofn er með því svalara sem sést hefur.
Þessi pítsuofn er með því svalara sem sést hefur. Ljósmynd/YouTube
Græjan sem allir ættu að eiga. Iðnaðaruppþvottavélar gerbreyta heimilishaldinu.
Græjan sem allir ættu að eiga. Iðnaðaruppþvottavélar gerbreyta heimilishaldinu. Ljósmynd/YouTube
Búrskápurinn hjá Rachel Ray er ekkert grín.
Búrskápurinn hjá Rachel Ray er ekkert grín. Ljósmynd/YouTube
mbl.is