Læknirinn hannaði brauðrétt til heiðurs Vilborgu

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Við vitum reyndar ekki alveg hvort Læknirinn „hannaði" þennan brauðrétt en ef að líkum lætur er hann búinn að vesenast nógu mikið með hann til að geta löglega eignað sér hann. Eins og sjá má inniheldur hann ekkert nema góðgæti og má því leiða líkur að því að hann sé í þeim flokki sem við köllum „yfirliðsvaldandi."

Læknirinn segir sjálfur að upphaflega hafi rétturinn heitið senjórítan en hann geti nú allt eins heitið Vilborgin og það er ekki amalegt.

Senjórítan - gæti eins heitið "Vilborgin"

  • 1 rúllutertubrauð
  • ½ dós sýrður rjómi
  • 3 msk majónes
  • ½ dós beikonmurostur
  • 1 bréf af pepperóni
  • ⅔ rauð papríka
  • 1 papríkuostur
  • 2 msk graslaukur
  • 2 handfylli gratínostur
  • smá reykt papríkuduft
  • chiliolia frá Olio Principe
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi og smurosti og smyrjið ofan á brauðið. Skerið papríkuostinn í bita og dreifið yfir.
  2. Sneiðið pepperóni, papríku og graslauk og sáldrið yfir brauðið.
  3. Rúllið brauðinu þétt upp.
  4. Bætið örfáum dropum af chiliolíu saman við eggjahvítuna og penslið brauðið að utan.
  5. Stráið reyktri papríku yfir brauðið og setjið mikið af osti. Og svo meira af papríkudufti.
  6. Dreifið rifna ostinum svo ríflega yfir brauðið og bakið í 180 gráðu heitum forhituðum ofni.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert