Pop-up-netverslun Kaffitárs hefur slegið í gegn

Fyrirtæki hafa verið einstaklega frumleg og úrræðagóð á undanförnum vikum og Kaffitár hefur verið þar leiðandi með því að bjóða kaffiþyrstum borgarbúum upp á að fá uppáhaldskaffið heim að dyrum.

Að sögn Sólrúnar B. Guðmundsdóttur hjá Kaffitári er pop-up-netverslun Kaffitárs viðbót við hefðbundna netverslun hjá fyrirtækinu. „Við erum með hefðbundna vefverslun en erum að bæta annarri við  þar sem hægt er að panta og fá senda heim samdægurs kaffipakka. Við höfum orðið vör við mikla aukningu, þá ekki síst frá fólki sem hefur verið að vinna heima en þarf sitt kaffi engu að síður.

Við ákváðum að gera þetta til að koma til móts við viðskiptavini okkar en svo er einnig hægt að panta kaffidrykki í take-away eða fá afhent út í bíl ef fólk vill ekki koma inn. Sú þjónusta er í boði á Höfðatorgi og á Stórhöfða,“ segir Sólrún um tilhögunina.

„Kaffihúsin okkar hafa verið opin allan tímann á þessum Covid 19-tímum en með skertan afgreiðslutíma, en nú eftir 4. maí erum við aðeins að auka við tímana. Við fundum fyrir miklu þakklæti viðskiptavina með að ná að halda opnu, sögðu sumir að þetta væri ein af fáum gleðistundum dagsins.“

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is