Ótrúlega leiðin til að þrífa eldhúsvaskinn

Það er auðveldara en þú heldur að gera eldhúsvaskinn eins …
Það er auðveldara en þú heldur að gera eldhúsvaskinn eins og nýjan. mbl.is/Colourbox

Er eldhúsvaskurinn orðinn mattur og þreyttur á að líta? Ef þú ert uppiskroppa með hreinsiefni eða langar að prófa nýjar leiðir þarftu að prófa þetta.

Þú einfaldlega dregur fram tannkremstúpuna (með hvítu tannkremi) og nuddar vaskinn vel og vandlega upp úr tannkreminu. Láttu tannkremið svo standa í 10-15 mínútur. Nuddaðu því næst vaskinn með gömlum klút og skolaðu að lokum með uppþvottalegi. Og þá verður vaskurinn glansandi hreinn og fínn, eins og nýr.

Tannkrem er það sem þú þarft að prófa næst þegar …
Tannkrem er það sem þú þarft að prófa næst þegar þrífa á eldhúsvaskinn. mbl.is/Colourbox
mbl.is