Hamborgari með trylltu béarnaise-mæjó

Djúsí borgari með bernaise mæjó er alveg geggjað.
Djúsí borgari með bernaise mæjó er alveg geggjað. mbl.is/Colourbox

Þessi uppskrift er fyrir alla béarnaise-aðdáendur þarna úti. Hamborgari með stórkostlegu béarnaise-mæjónesi mun vekja ómælda lukku við matarborðið.

Hamborgari með trylltu béarnaise-mæjó

 • 1 egg
 • salt
 • ½ tsk. eplaedik, eða hvítvínsedik
 • 1 tsk. sætt sinnep, má einnig nota dijonsinnep
 • 2 dl bragðgóð olía
 • 2-3 ferskir estragonstilkar
 • 1½ tsk. béarnaise-essens
 • ½ tsk. sítrónusafi

Annað

 • 4 hamborgarar
 • 4 hamborgarabrauð
 • salat, gúrka, paprika eða annað sem hugurinn girnist

Aðferð:

 1. Kryddið hamborgarana eftir smekk og setjið á grillið. Steikingartíminn fer eftir stærð hamborgarans.
 2. Béarnaise-mæjó:
 3. Brjótið eggið í skál og passið að rauðan haldist heil.
 4. Saltið og bætið því næst ediki og sinnepi út á. Hellið svo olíunni varlega saman við án þess að rauðan rofni.
 5. Hrærið allt saman með töfrasprota í nokkrar sekúndur og hreyfið sprotann upp og niður þar til majónesið verður þykkt og gott.
 6. Saxið estragon og setjið út í majónesið ásamt essensinum og sítrónusafanum.
 7. Hrærið allt saman og smakkið mæjónesið til.
mbl.is