Eldhús fyrir þá allra djörfustu

Sjáið þetta stórkostlega eldhús sem birtist eins og sólargeislar beggja …
Sjáið þetta stórkostlega eldhús sem birtist eins og sólargeislar beggja vegna við vegginn. mbl.is/Peter Landers

Þegar lítil birta berst inn um gluggana í kjallara er eina vitið að gera heiðgult eldhús. Og það er nákvæmlega það sem við sjáum í þessari íbúð sem staðsett er í norðurhluta London.

Í gömlu húsi er jarðhæðin búin rúmgóðum herbergjum þar sem birtan leikur um hvern krók og kima – á meðan kjallarinn einkennist af þröngum göngum og litlum rýmum. Íbúðin sem er í eigu ungs pars með tvo hunda, leitaði til arkitektanna hjá Russian for Fish til að sækjast eftir betri nýtingu á kjallararýminu. Arkitektarnir brugðust heldur betur við og útfærðu heiðgult eldhús sem stendur fyrir sínu.

Að sögn arkitektanna dregur guli liturinn fram alla þá hlýju sem þarf í kjallararýmið þrátt fyrir flotað gólf og hvíta veggi. Grænar pottaplöntur eru eins notaðar víðsvegar um íbúðina til að fá meiri lit og ferskleika inn í rýmin. Og þar fyrir utan hefur litlum þakglugga verið komið fyrir til að hleypa birtunni inn.

Eldhúsið er rúmgott og er hálfgerður sýningarsalur íbúðarinnar þar sem þú tekur varla eftir að vera staddur inn í eldhúsi vegna áhrifanna frá gula litnum í innréttingunni - sem gleður alla sem þar eiga leið um.

Heiðgult eins og sólin! Meira að segja borðplatan er gul …
Heiðgult eins og sólin! Meira að segja borðplatan er gul eins og sjá má á myndunum. mbl.is/Peter Landers
mbl.is/Peter Landers
mbl.is