Svona færðu spa-áferð á handklæðin

mbl.is/Colourbox

Hvern dreymir ekki um að eiga baðherbergi sem líkist lítilli heilsulind – þar sem afslöppun og dekur er í fyrirrúmi? Hér færðu ráð sem færir þig einu skrefi nær þeim veruleika.

Eitt af því sem við elskum við að mæta á heilsulind eru dúnamjúku handklæðin og baðslopparnir sem bíða okkar á staðnum. Til þess að ná fram þessari fullkomnu mýkt þarf afar einföld aðgerð að eiga sér stað – og þá ertu ekki að fara að hella mýkingarefni í þvottavélina.

Svona færðu spa-áferð á handklæðin

  1. Þvoðu handklæðin á 40°-60° hita með fljótandi þvottaefni og hálfum bolla af hvítu ediki.
  2. Þegar vélin hefur lokið sér af skaltu taka handklæðin úr og hengja upp á snúru.
  3. Eftir smá tíma skaltu setja handklæðin í þurrkarann til að þurrka þau alveg. Þannig verða þau dúnamjúk.

Ástæðan fyrir því að edik virkar betur en mýkingarefni er að edikið „brýtur niður“ afganginn af þvottaefninu sem mýkir handklæðin þegar þau þorna.

Dreymir þig oft um að komast í spa? Þú getur …
Dreymir þig oft um að komast í spa? Þú getur gert ýmislegt heima við til að komast nær þeim óskum. mbl.is/Colourbox
mbl.is